Galtalækur 3. apríl

Ekki var það nú leiðinlegt að fara í Galtalækinn á miðvikudaginn. Ég (Hrafn) og Guðmundur Hjálmar (Binnz) fórum eftir skóla og vinnu, brunuðum austur og vorum byrjaðir að veiða um hálf 5. Ekki hafði veiðst mikið í opnuninni en það var víst að sögn bóndans á Galtalæk vegna lélegrar ástundunar fyrsta daginn. „Lækurinn er fullur af fiski“ sagði bóndinn og það reyndist rétt… Þar sem ég hef veitt nokkrum sinnum í Galtalæk og er farinn að læra aðeins á ána byrjaði ég á að syna Guðmundi hvar fiskurinn lægi og hvernig mér þætti best að veiða hann. Við byrjuðum að kýkja í Fossinn. Við skriðum fram á klettinn ofan við fossinn og þar blasti við okkur fjöldinn allur af stærðarinnar urriðum! Fiskar frá um 2 pundum og upp í 5-6. Það voru nokkir, allavega 3 fiskar í hylnum um 5-6 pund giska ég á. Því næst fórum við í Steinbogahyl. Við skriðum (mjög mikilvægt, fiskurinn er styggari en andskotinn þarna í læknum) uppá hæðinni vestanmegin við hylinn og ég skoðaði staðinn. Það leyndi sér ekki að hylurinn var fullur af fiski. Stórir fiskar um allt! Við skriðum niður fyrir hylinn og fórum að græja okkur. Ég sá um leið að það var fiskur að éta alveg á blábrotinu. Við köstuðum heillengi á hann án árangurs þannig að ég fór í fossinn og Guðmundur í Langafoss (fyrir neðan Steinbogahylinn). Mér tókst að setja í lítinn fisk eftir nokkuð mörg köst. Ætli hann hafi ekki verið sirka pund eða eitthvað álíka. Stærðin skipti nú svosem ekki miklu því ég missti hann í löndun. Við kýktum upp í foss og reyndum að sjónrenna upp í fiskana þar, án árangurs….. Leiðinlega vandlátir þessir fiskar. Þarna í fossinum virtust þeir reyndar hafa meiri áhuga á að bíta hvort annann en að éta flugurnar okkar. Guðmundur ákvað þá að labba niður með ánni og veiða sig upp í Steinbogahyl en þar ætlaði ég að veiða á meðan.
Ég var að veiða með þrem flugum, Pheasant tail nr. 20, Sebra midge nr. 16 og Blóðorm nr. 12. Ég var búinn að kasta þessu í smá tíma en fannst flugurnar aldrei fara nógu djúpt svo ég bætti við tvem höglum á tauminn. Í fyrsta kasti…. BÚMM! Flottur urriði neglir Blóðorminn efst í staðnum og fer að stökkva eins og vitleysingur. Ég hringi í Guðmund og hann kemur hlaupandi með háfinn. Ég er með fiskinn á í töluverðann tíma en við náum ekki að landa honum því ég var með svo langann taum og tökuvarinn kom í veg fyrir að ég gæti dregið meira inn.
Þegar fiskurinn var alveg að gefast upp gerðist það sem er hættulegast við þennan stað þegar maður þreytir fisk, hann streypti sér niður flúðirnar með mig á eftir. Þetta eru harðar og grýttar flúðir, mjög brattar og ótrúlega erfitt er að halda í fisk sem fer þarna niður. Okkur tókst ekki að elta þennann… Honum tókst að festa efstu fluguna í stóru grjóti í miðjum flúðunum þannig að ég þurfti að slíta. Ekki var ég par sáttur með það en á meðan ég blótaði þessu sá Guðmundur eitthvað bakvið steininn. Þetta var fiskurinn! Hann enn með fluguna uppí sér og efstu fluguna fasta í grjótinu kommst hann ekkert, lá bara þarna í beljandanum. Við auðvitað náðum í háfinn og tókst að ná fiskinum!
Þetta var flottur 48 cm urriði, spikfeitur eins og flestir fiskarnir í Galtalæk. Við glöddumst mjög eins og búast má við, búið var að bjarga deginum.

48 cm urriði úr Galtalæk

48 cm urriði úr Galtalæk

Þar sem fiskurinn stökk og djöflaðist um allan hyl ákváðum við að hvíla hann í um korter eða svo. Ég fór í Langafoss og Guðmundur í staðinn þar fyrir neðan. Eftir smá pásu og nokkur köst í Langafoss tók fiskur lítinn Peacock í mesta dýpinu og straumnum. Ég hélt ég væri með risafisk því þetta voru bara þung högg af sama staðnum, stöngin kengbogin og allt að gerast. Ég gargaði á Guðmund til að háfa.
Ég varð fyrir smá vonbrigðum með stærðina á fiskinum, ég hélt ég væri með dreka en þetta var 52 cm fiskur, flottur og feitur en enginn risi. Hann var að vísu ekkert sérstaklega flottur, allur bitinn og ljótur.

Ekkert sérstaklega fallegur 52 cm urriði.

Ekkert sérstaklega fallegur 52 cm urriði.

Við veiddum þarna nokkra staði fyrir neðan án árangurs og farið var að dimma þannig að við ákváðum að nota síðustu birtuna í Steinbogahylinn. Eftir að hafa kastað nokkrum sinnum fór tökuvarinn á kaf og shit! Ég vissi ekki hvað var í gangi! Það hafði risa fiskur tekið fluguna. Hann tók fyrir miðjum hyl og ruslaðist um leið lengst upp í flúðirnar þar sem áin rennur undan jörðinni. Ég togaði á móti með stöngina bogna niður í kork. Ég var kominn með eitthvað samband við fiskinn þegar allt varð skyndilega laust. Fiskurinn hafði rétt úr króknum! Mikið djöfulli var það fúlt!
Við tókum nokkur köst með púpum á staðinn en þegar það var orðið töluvert dimmt skiptum við yfir í straumflugur. Það átti sko að negla risana með hlussustrímerum. Það gekk ekki… Það eina sem okkur tókst að setja í var bakkinn hinumegin, botninn eða eitthvað fyrir aftan okkur. Við létum þetta gott heita eftir annars ágæta 5 tíma. Vonandi gengur okkur bara betur næst þegar við förum í Galtalækinn (á laugardaginn) hehe 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s